Upplýsingar um seljanda:
Ljósvellir ehf. Kt. 500610-0770 VSK-númer 124150.
Verslun heitir Mood Reykjavík og er staðsett á Hólmasló 6, 101 Reykjavík
Símanúmer: 777-5810. Netfang: mood@moodreykjavik.is
Mood Reykjavík áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, til dæmis vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Verð:
Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti.
Greitt á netinu:
Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Rapyd (Korta). Hægt er að greiða með Visa- og Mastercard, millifærslu, Netgíró eða Pei.
Ef millifærsla er valin er lagt inn á bankareikning 0133-26-005006, kt.: 500610-0770 og pöntunarnúmer sett sem skýring á greiðslu.
Ath. ef millifærsla hefur ekki borist innan sólarhrings frá pöntun telst pöntunin ógild.
We only replace items if they are defective or damaged. If you need to exchange it for the same item, send us an email at {email address} and send your item to: {physical address}.
Afhending
Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun.
Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.
Við bjóðum upp á nokkra mismunandi afhendingarmáta:
Sótt í verlsun: Hægt er að sækja pöntun í verlsun okkar á Hólmaslóð 6, 101Reykjavík
Sending með Íslandspósti: Hægt er að fá pöntun senda með Íslandspósti. Möguleiki er á að fá pöntunina senda heim eða á næsta pósthús. Sendingarkostnaður er samkvæmt gjaldskrá póstsins og greiðist af viðtakanda.
Afhending með Dropp: Hægt er að fá pöntun senda með Dropp og sendingargjaldið reiknast í körfu miðað við afhendingarval og staðsetningu.
Hægt er að velja að sækja á afhendingarstaði Dropp út um allt land eða að fá heimkeyrslu (ath. heimkeyrsla er einungis í boði fyrir höfuðborgarsvæðið og ákveðna staði á suðvesturhorninu).
Ath. ef vara í körfunni fer yfir ákveðna stærð dettur möguleikinn á að sækja á afhendingarstaði Dropp út.
Upplýsingar viðskiptavina:
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s. nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagrunn okkar. Moodreykjavk ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kingumstæðum afhentar þriðja aðila.
Útsölur og vöruskil:
Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.
Vöruskil
Hægt er að skipta vöru eða fá inneign í verlsun ef varan er heil, ónotuð og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Krafa er um að kvittun fyrir vörunni fylgi eða að varan sé með skiptimiða.
Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera heil, ónotuð og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
Ekki er hægt að skipta né skila útsöluvörum.
Gölluð vara:
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við þá sendingarkostnað. Ef krafist er endurgreiðslu er það gert.