William sófinn frá Zanotta er stílhreinn og nútímalegur sófi, hannaður af Damian Williamson. Hann einkennist af einföldu, mínímalísku formi með mjúkum línum og er einstaklega þægilegur að sitja í. William sófinn fæst í margs konar útfærslum þannig hann passar inn í hin ýmsu rými, stór eða smá.
Zanotta er ítalskt húsgagnafyrirtæki sem er þekkt fyrir að vera eitt af leiðandi vörumerkjum í samtímahönnun. Fyrirtækið var stofnað árið 1954 af Aurelio Zanotta og hefur alveg frá upphafi staðið fyrir frumlegri og nýstárlegri hönnun. Húsgögn frá Zanotta eru oft álitin sem listaverk, þar sem þau sameina gæði, stíl og endingu.